Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX veitir Ardian lögfræðilega ráðgjöf við kaup á Mílu

5. október, 2022

LEX veitti franska sjóðastýringarfyrirtækinu Ardian lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í fjarskiptafélaginu Mílu ehf. Ráðgjöf lögmannsstofunnar laut meðal annars að gerð áreiðanleikakönnunar, aðstoð við gerð kaupsamnings, fjármögnunarsamninga og samninga við meðfjárfesta, gerð samrunatilkynningar og sáttaviðræðum við samkeppnisyfirvöld og viðræðum við íslensk stjórnvöld.

Viðskiptin eru þau stærstu á Íslandi í fimmtán ár.

Míla ehf. er stærsti heildsali á fjarskiptaþjónustu hér á landi og felst kjarnastarfsemi félagsins í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu.

Ardian er langtímafjárfestir í grunninnviðum og eitt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki í Evrópu með um 140 milljarða Bandaríkjadala í stýringu. Meðal fjárfesta í Ardian eru ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og aðrir stofnanafjárfestar.

Aftur í fréttasafn