Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX ráðgjafi SKEL fjárfestingafélags og Skeljungs

10. febrúar, 2023

LEX lögmannsstofa var ráðgjafi SKEL fjárfestingafélags og Skeljungs við kaup á Kletti  – sölu og þjónustu ehf. og Klettagörðum 8-10 ehf.

Skeljungur, dótturfélag SKEL fjárfestingafélags, gekk formlega frá kaupunum á Kletti – sölu og þjónustu ehf. í dag og tók Kristján Már Atlason við sem forstjóri félagsins. Samhliða tók SKEL fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts.

Skeljungur og Klettur undirrituðu kaupsamning í október síðastliðnum með fyrirvörum um samþykki helstu birgja félagsins ásamt samþykki Samkeppniseftirlitsins. Um miðjan janúar lágu fyrir samþykki allra aðila og féll kaupandi þar með frá öllum fyrirvörum.

Sjá nánar

Aftur í fréttasafn