Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Lagadagurinn 2022

22. september, 2022

Lagadagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordic föstudaginn 23. september nk. Það eru Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands sem standa fyrir Lagadeginum.

Dagskráin er fjölbreytt að vanda og verða haldnar málstofur um:
I. Dómskerfið
II. Sjálfbærni og loftslagsbreytingar
III. Opinber störf
IV. Réttarvörslukerfið á tímum samfélagsbreytinga
V. Útlendingaréttur
VI. Fjármálalögfræði

Dagskrá – Lagadagurinn 2022

Eva Margrét Ævarsdóttir sem leiðir ráðgjöf í sjálfbærni á LEX tekur þátt í pallborði í málstofu um sjálfbærni og Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX stýrir málstofu um fjármálalögfræði.

Aftur í fréttasafn