Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Fyrstu íslensku hreyfimerkin

15. apríl, 2021

Í Hugverkatíðindum fyrir aprílmánuð 2021 birtust fyrstu íslensku hreyfimerkin sem samþykkt hafa verið til skráningar hjá Hugverkastofunni. Hreyfimerki eru dæmi um svokölluð óhefðbundin vörumerki, en með breytingu á vörumerkjalögum sem tóku gildi þann 1. September 2020 var opnað fyrir skráningu á slíkum vörumerkjum. Líkt og nafnið bendir til fela hreyfimerki í sér hreyfingu eða breytingu á staðsetningu tiltekinna tákna í merki.

Tvö landsbundin hreyfimerki eru birt í nýjustu Hugverkatíðindum og í báðum tilvikum sá GH Sigurgeirsson ehf., dótturfélag LEX á sviði hugverkaréttar, um skráningu merkjanna. Annað merkjanna er jafnframt í eigu íslensks aðila og þar af leiðandi eitt fyrsta, ef ekki hið fyrsta, óhefðbundna landsbundna vörumerkið í eigu íslensks aðila sem birt hefur verið hér á landi. Um er að ræða hreyfimerki fyrir eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, DR. FOOTBALL.

Aftur í fréttasafn