Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Eitt evrópskt einkaleyfi og Sameiginlegi einkaleyfadómstóllinn

3. maí, 2023

Erla S. Árnadóttir, lögmaður og eigandi á LEX birti í dag grein í Innherja þar sem hún fer yfir þýðingu nýrra reglna sem taka gildi 1. júní nk. um svokallað eitt evrópskt einkaleyfi (e. European Patent with Unitary Effect) og reglur um Sameiginlega einkaleyfadómstólinn (e. Unified Patent Court).

Rétt er að taka fram að hið nýja kerfi er viðbót sem styrkja mun þær reglur sem fram til þessa hafa gilt um evrópsk einkaleyfi. Fram að þessu hefur evrópskt einkaleyfi verið eins konar knippi af einkaleyfum sem gilda í hverju ríki fyrir sig. Eftir gildistöku hinna nýju reglna um eitt evrópskt einkaleyfi verður mögulegt að sækja um og fá samþykkt, að undangenginni einni umsókn, einkaleyfi sem gildir í 17 ríkjum.
Nauðsynlegt er að hver umsækjandi og hver eigandi einkaleyfis fyrir sig taki upplýsta ákvörðun um hvort hann telji hagsmunum sínum betur borgið með því að notfæra sér hið nýja kerfi eða ekki, bæði hvað varðar hið eina evrópska einkaleyfi og Sameinaða einkaleyfadómstólinn. Við slíkt mat kemur m.a. til skoðunar hvernig mögulegar kröfur um ógildingu einkaleyfisins horfa við viðkomandi.

Vegna þessa er mikilvægt að íslenskir einkaleyfishafar yfirfari, eftir atvikum með sínum ráðgjöfum, hvaða stöðu heppilegast er að veita hverju einkaleyfi fyrir sig með tilliti til þeirra hagsmuna sem við það eru bundnir.

Aftur í fréttasafn