Foss

Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Endurupptökudómstóll tekur til starfa 1. desember 2020.

20. maí, 2020

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um stofnun Endurupptökudóms. Mun hann taka til starfa þann 1. desember 2020. Hlutverk hins nýja dómstóls er að skera úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem lokið hefur með dómi héraðsdóms, Landsréttar eða Hæstaréttar.

Endurupptökudómur leysir endurupptökunefnd af hólmi en í febrúar 2016 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að sú skipan, að nefnd sem heyri undir framkvæmdarvald ríkisins gæti fellt úr gildi úrlausnir dómstóla væri andstæð meginreglu 2. gr. stjórnarskrár um þrígreiningu ríkisvaldsins. Í þeirri niðurstöðu fólst að ákvarðanir endurupptökunefndar væru því hvorki endanlegar né bindandi fyrir dómstóla. Með því að koma á fót sérdómstól, Endurupptökudómi, er þrígreining ríkisvaldsins tryggð sem og sjálfstæði dómstóla. Úrskurðir Endurupptökudóms eru endanlegir og verða ekki bornir undir aðra dómstóla.

Endurupptökudómur verður skipaður fimm dómendum. Hæstiréttur tilefnir einn dómara úr sínum röðum, Landsréttur tilnefnir annan úr sínum röðum og dómstjórar héraðsdómstólanna tilnefna sameiginlega einn dómara úr röðum héraðsdómara. Embætti tveggja dómara verða auglýst og skulu þeir ekki vera fyrrverandi eða starfandi dómarar eða starfsmenn dómstóls. Þrír dómarar kveða upp úrskurði í hverju máli, þeir tveir dómarar sem skipaðir eru eftir auglýsingu og einn embættisdómari þó ekki sá dómari sem tilnefndur er af því dómstigi sem kvað upp dóminn sem óskað er endurupptöku á.

Efnisleg skilyrði endurupptöku hvort heldur einkamála eða sakamála haldast óbreytt.

Aftur í fréttasafn