Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Endurupptaka einka- og sakamála

17. ágúst, 2023

Á síðustu misserum hafa tvær ritrýndar greinar eftir Teit Gissurarson lögmann á LEX komið út í Úlfljóti, tímariti laganema, um endurupptöku dæmdra mála. Fyrri greinin, sem kom út í vetur, fjallar um endurupptöku sakamála en sú síðari, sem út kom nú fyrir helgi, fjallar um endurupptöku einkamála. Endurupptökudómur fer með úrskurðarvald í báðum málaflokkum en eðli málaflokkanna er hins vegar um margt ólíkt. Lítið hefur verið fjallað um þessi mál á fræðilegum vettvangi áður en í greinunum er lögð áhersla á að skýra gildan rétt með rannsókn lögskýringargagna, dóma og úrskurða. Þá er hliðsjón höfð af hliðstæðum norrænum réttarheimildum og eldri framkvæmd, einkum endurupptökunefndar og sérstaklega teknar til skoðunar þær breytingar sem urðu á skilyrðum fyrir endurupptöku saka- og einkamála með setningu laga nr. 47/2020.

Aftur í fréttasafn