Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu?

18. október, 2022

Benedikta Haraldsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX skrifaði grein á Vísi sem birt var þann 17. okt sl. um áhugaverða þróun á vettvangi Evrópusambandsins um samspil persónuverndarréttar og samkeppnisréttar.

Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins hefur gefið út lögfræðilegt álit í máli Meta gegn þýska samkeppniseftirlitinu sem gæti haft í för með sér víkkað valdsvið samkeppnisyfirvalda til þess að leggja mat á lykilálitaefni á sviði persónuverndarréttar.

Gildi samþykkis fyrir umfangsmikilli vinnslu persónuupplýsinga tæknirisa á stafræna markaðinum er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ofarlega í huga og er það meðal þeirra álitaefna sem reglugerðin Digital Markets Act, sem tekur gildi nk. nóvember í Evrópusambandinu, er ætlað að taka á.

Aftur í fréttasafn