Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (AIFMD) innleidd á Íslandi

4. september, 2020

Tilskipun ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, svokölluð AIFMD tilskipun, hefur loks verið innleidd á Íslandi með setningu laga nr. 45/2020 sem tóku gildi í vor. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í framkvæmd fylgt ákvæðum tilskipunarinnar er þetta þarft og ánægjulegt skref þar sem heildarlöggjöf um rekstraraðila og sérhæfða sjóði er nú loks til staðar.

Lög nr. 45/2020 gilda um rekstraraðila sem reka eða markaðssetja einn eða fleiri sérhæfða sjóði hér á landi eða í öðrum ríkjum innan EES, án tillits til rekstrarforms rekstraraðila, rekstrarforms sérhæfðra sjóða og þess hvort þeir eru opnir eða lokaðir.

Þeir sem reka sérhæfða sjóði skulu hafa starfsleyfi til þess samkvæmt 6. gr. laganna eða vera skráðir hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands samkvæmt 7. gr. laganna. Rekstraraðilar með starfsleyfi og skráðir rekstraraðilar sem rekstraraðilar sérhæfðra sjóða eiga einir rétt á því að reka sérhæfða sjóði og til að hafa orðin „rekstraraðili sérhæfðra sjóða“ í nafni sínu. Hvort rekstraraðili er háður starfsleyfi eða skráningarskyldur veltur á ýmsum þáttum, þar á meðal heildareignum í rekstri viðkomandi rekstrarfélags og hvort rekstraraðilinn hefur starfsleyfi í öðru EES-ríki eða hefur verið skráður í öðru EES-ríki.

Stefán Orri Ólafsson (stefan@lex.is), einn eigandi LEX, hefur á undanförnum árum veitt bæði innlendum og erlendum sjóðastýringarfyrirtækjum ráðgjöf vegna markaðssetningar sjóða á Íslandi eða vegna annarra þátta íslensku sjóðalöggjafarinnar.

Aftur í fréttasafn