Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Römpum upp Ísland fagnar þúsundasta rampinum

1. desember, 2023

Í vikunni var því fagnað að eitt þúsund rampar hafa verið byggðir hér á landi undir formerkjum verkefnisins „Römpum upp Ísland“. LEX lögmannsstofa er á meðal styrktaraðila verkefnisins og óskar forsvarsmönnum þess innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Áfanganum var náð ári á undan upphaflegri áætlun. Haraldur Þorleifsson er upphafhafsmaður verkefnisins. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/11/27/thydir_ekki_ad_vera_reidur_heldur_lausnamidadur/

Aftur í fréttasafn