Þórunn Guðmundsdóttir

Þórunn Guðmundsdóttir

Lögmaður, LL.M. - Ráðgjafi

thorunn@lex.is

Þórunn hóf störf hjá LEX 1983. Þórunn hefur í störfum sínum lagt megináherslu á samkeppnisrétt og félagarétt, auk víðtækrar lögfræðilegrar ráðgjafar bæði fyrir fyrirtæki, einstaklinga, sveitarfélög og opinberar stofnanir.

Starfssvið

Þórunn Guðmundsdóttir

Þórunn Guðmundsdóttir er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Þórunn hóf störf hjá LEX 1983 að loknu framhaldsnámi við Cornell University Law School í Bandaríkjunum og hefur starfað hjá félaginu óslitið síðan, þar af sem eigandi frá árinu 1988 til 2012. Þórunn hefur í störfum sínum lagt megináherslu á samkeppnisrétt og félagarétt, auk víðtækrar lögfræðilegrar ráðgjafar bæði fyrir fyrirtæki, einstaklinga, sveitarfélög og opinberar stofnanir. Þórunn hefur víðtæka reynslu af málflutningi, bæði í einkamálum og sakamálum. Þórunn er heiðursfélagi í Lögmannafélagi Íslands.

Starfsferill

 • LEX lögmannsstofa síðan 1983
 • Sýslumaðurinn í Dalasýslu 1982

Menntun

 • Hæstaréttarlögmaður 1988
 • Héraðsdómslögmaður 1984
 • LL.M. gráða frá Cornell University Law School 1983
 • Embættispróf í lögfræði 1982
 • Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976

Erlend tungumál

 • Enska

Kennsla

 • Stundakennari í raunhæfum verkefnum og málflutningi við lagadeild HÍ frá 1992 til 2001
 • Prófdómari í réttarfari við lagadeild HÍ frá 1993 til 2001
 • Umsjón með kennslu í munnlegum málflutningi við Endurmenntunarstofnun HÍ frá 1993 til 1996
 • Kennari í munnlegum málflutningi á námskeiði til að öðlast héraðsdómslögmannsréttindi frá 1999 til 2005
 • Stundakennari við lagadeild HR í samkeppnisrétti og samningarétti frá 2002 til 2005

Ritstörf

 • Bótaábyrgð sjúkrastofnana – Er skaðabótaábyrgð sjúkrastofnana að verða víðtækari? Læknablaðið 79. árg. nóvember 1994, 9. tbl.
  Upplýsingamiðlun til sjúklinga og samþykki. Tímarit lögfræðinga, 4. hefti 44. árg. desember 1994.
 • „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“, Læknablaðið 1995, 81. árg. janúar 1995, 1. tbl.
 • Eru héraðsdómstólar nógu öflugir til að þess að óhætt sé að takmarka áfrýjunarmöguleika?. Rökstólar. Úlfljótur 1. tbl. 1995 48. árg.
 • Málskostnaðarákvarðanir og málskostnaðarkröfur í munnlega fluttum málum. Lögmannablaðið. 4. tbl. 8. árg. 2002
 • Framkvæmd Alþingiskosninga 2003. Rökstólar. Úlfljótur 4. tbl. 56. árg. 2003
 • Samskipti lögmanna. Lögmannablaðið 2. tbl. 10. árg. 2004
 • Fyrning samkeppnislagabrota lögaðila. Úlfljótur 1. tbl. 57. árg. 2004
 • The European Company, Icelandic National Report. The European Company Volume 1, Cambridge University Press, Cambridge 2005
 • Samkeppnisréttur, Níutíu raddir útg. af Landssambandi sjálfstæðiskvenna 2006

Félags- og trúnaðarstörf

 • 2018- Varaformaður bankaráðs Seðlabanka Íslands
 • 2018 Í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um starf aðstoðarseðlabankastjóra
 • 2015-2018 Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands
 • 2009-2018 Formaður starfsráðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfélagsins Ernis
 • 2007-2017 Varamaður í stjórn Vínlands ehf.
 • 2007-2017 Varamaður í stjórn Rolf Johansen & Co. ehf.
 • 2007- 2018 Formaður starfsráðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Landhelgisgæslu Íslands
 • 2007- Í prófnefnd skv. 7. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998
 • 2005-2009 Varamaður í stjórn Straums Burðaráss Fjárfestingabanka hf.
 • 2005- Í stjórn Minningarsjóðs Margrétar Björgólfsdóttur
 • 2005-2010 Í stjórn Lex ehf., lögmannsstofu
 • 2004-2005 Í stjórn Háskólaskólasjóðs Hf. Eimskipafélags Íslands
 • 2004-2005 Í stjórn Frumkvöðuls hf.
 • 2004-2005 Varaformaður stjórnar Burðaráss hf.
 • 2004-2006 Í stjórn Eddu útgáfu hf.
 • 2002-2007 Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður kjörin af Alþingi
 • 2001-2003 Í stjórn Sjóklæðagerðarinnar hf.
 • 1999-2001 Í úrskurðarnefnd almannatrygginga.
 • 1998-2004 Varaformaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
 • 1998-1999 Í nefnd til að meta hæfisskilyrði umsækjanda um starf héraðsdómara
 • 1998 Í nefnd um starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu
 • 1997-2006 Formaður starfsráðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfélags Íslands hf.
 • 1997-2018 Formaður starfsráðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Air Atlanta
 • 1997-2018 Formaður starfsráðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða hf.
 • 1995-1997 Varamaður í bankaráði Búnaðarbanka Íslands kosin af Alþingi
 • 1994-2005 Í réttarfarsnefnd skipuð af dómsmálaráðherra
 • 1993-1997 Varamaður í áfrýjunarnefnd samkeppnismála
 • 1992 Í nefnd sem falið var að gera tillögur að nýjum reglum um eftirlit með störfum dómara og úrræði ef dómari gerist sekur um vanrækslu í starfi
 • 1991-1993 Varamaður í verðlagsráði
 • 1998-2002 Formaður réttarfars- og stjórnskipunarnefndar Sjálfstæðisflokksins
 • 1995-1997 Fulltrúi Íslands hjá CCBE (Ráð lögmannafélaganna í EB og EES)
 • 1995-1997 Formaður Lögmannafélags Íslands
 • 1990-1999 Í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræðingamótanna
 • 1988-1991 Í stjórn Lögmannafélags Íslands
 • 1987-1989 Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands, varaformaður félagsins 1988 til 1989
 • 1977-1978 Í stjórn Orator félags laganema 1977 til 1978