Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Greiðslustöðvun – mikilvægt lagaúrræði á óvissutímum

1. apríl, 2020

Grein eftir Þórhall Bergmann, eiganda á LEX, birtist í dag í Markaðnum – fylgiriti Fréttablaðsins. Þórhallur fjallar þar um greiðslustöðvun, en það er úrræði skuldara, sem á í verulegum fjárhagsörðugleikum, til að koma nýrri skipan á fjármál sín. Við þær aðstæður sem eru nú í samfélaginu verða mörg fyrirtæki fyrir tekjuskerðingu og getur þetta úrræði, sem fjallað er um í lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., gagnast fyrirtækjum við þessar aðstæður.

Aftur í fréttasafn