UT Messan

Starfar þú á sviði upplýsingatækni?
Við viljum endilega kynnast þér.

Hafa Samband

Fróðleikur

Lögmenn LEX eiga í nánu samstarfi við viðskiptavini, hafa frumkvæði í lausnum og ráðgjöf, faglegri nálgun verkefna og stöðugri umbótahugsun.

LEX hefur um langt skeið veitt fyrirtækjum, opinberum stofnunum og einstaklingum víðtæka þjónustu á öllum sviðum og eru lögmenn LEX á meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði persónuverndar, hugverka-, fjarskipta- og upplýsingatækniréttar og veita alhliða þjónustu á þessum réttarsviðum.

Þá býður LEX einnig upp á sérhæfða þjónustu til fyrirtækja sem fást við þróun hugbúnaðar og gervigreindar, gerð gagnagrunna eða notast við tæknilausnir í störfum sínum og veita auk þess þjónustu á sviði rafrænna viðskipta og fjártækni

Mikilvægi hugverkaréttinda fyrir grænar tæknilausnir og sjálfbærni

24. maí, 2022

Í þættinum Talk Innovation – hlaðvarpi evrópsku einkaleyfastofunnar (European Patent Office) sem ber heitið „Rock CO2, roll back climate change“ ræðir María Kristjánsdóttir, lögmaður á LEX við Berg Sigfússon sem er yfir CO2 föngun og niðurdælingu hjá Carbfix um kolefnisföngun og mikilvægi hugverkaréttinda fyrir grænar tæknilausnir og sjálfbærni.

Þátturinn er unnin í samvinnu við Hugverkastofu í tilefni af 30 ára afmælisráðstefnu stofnunarinnar sem fór fram þann 4. nóvember  2021.

Til baka í yfirlit