UT Messan

Starfar þú á sviði upplýsingatækni?
Við viljum endilega kynnast þér.

Hafa Samband

Fróðleikur

Lögmenn LEX eiga í nánu samstarfi við viðskiptavini, hafa frumkvæði í lausnum og ráðgjöf, faglegri nálgun verkefna og stöðugri umbótahugsun.

LEX hefur um langt skeið veitt fyrirtækjum, opinberum stofnunum og einstaklingum víðtæka þjónustu á öllum sviðum og eru lögmenn LEX á meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði persónuverndar, hugverka-, fjarskipta- og upplýsingatækniréttar og veita alhliða þjónustu á þessum réttarsviðum.

Þá býður LEX einnig upp á sérhæfða þjónustu til fyrirtækja sem fást við þróun hugbúnaðar og gervigreindar, gerð gagnagrunna eða notast við tæknilausnir í störfum sínum og veita auk þess þjónustu á sviði rafrænna viðskipta og fjártækni

Eyrarbúið ehf. dæmt til að greiða Plús film ehf.

24. maí, 2022

Í apríl 2021 gekk dómur í Héraðsdómi Suðurlands þar sem Eyrarbúið ehf. var dæmt til að greiða Plús film ehf. kr. 20.166.583 ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Málið varðaði heimildarmyndina Eyjafjallajökull Erupts sem félag Sveins M. Sveinssonar, kvikmyndagerðarmanns, framleiddi í samstarfi við stefnda en hún fjallar um lífið og uppbygginguna á bænum Þorvaldseyri meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð og í kjölfar þess. Stefndi sýndi myndina í nokkur ár í gestastofu á Þorvaldseyri fyrir gríðarlegan fjölda gesta. Jafnframt framleiddi stefnandi DVD diska með myndinni sem voru seldir þar á staðnum. Með dómnum var hafnað því sjónarmiði Eyrarbúsins að það hefði eitt átt öll höfundaréttindi yfir myndinni og félagið dæmt til að greiða stefnanda helming þess hagnaðar sem nýting myndarinnar hafði skapað síðustu árin sem hún var nýtt með þessum hætti. Erla S. Árnadóttir flutti málið fyrir Plús film ehf.

Til baka í yfirlit