Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Sjálfbærniupplýsingagjöf og strandaðar eignir

5. nóvember, 2021

Eva Margrét ÆgisdóttirEva Margét Ævarsdóttir, sem leiðir ráðgjöf í sjálfbærni (ESG – e. environment, social, governance) á LEX, skrifaði grein, sem birtist á Vísi.is, um aukna eftirspurn fjárfesta og lánveitenda eftir betri sjálfbærniupplýsingum um áherslur og áhrif fyrirtækja í starfsemi þeirra. Í greininni tekur hún saman helstu áherslur í nýjum reglum Evrópusambandsins sem væntanlegar eru og er ætlað að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja á frammistöðu þeirra hvað varðar sjálfbærni og með tímanum gera sambærilegar kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja og fjárhagslegrar upplýsingagjafar þeirra.

 

Aftur í fréttasafn