Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Opnað fyrir óhefðbundin vörumerki

7. október, 2020

Hulda Árnadóttir og María Kristjánsdóttir lögmenn á LEX og stjórnendur GH Sigurgeirsson Intellectual Property (GHIP) – dótturfyrirtækis LEX eru í viðtali í Markaðnum – fylgiriti Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu ræða þeir m.a. um nýorðnar breytingar á vörumerkjalögum á Íslandi, en ein helsta breytingin er sú að opnað er fyrir skráningu á svokölluðum óhefðubundnum vörumerkjum.
Þær ræða einnig um áhrif heimsfaraldursins á skráningu vörumerkja og benda á mikilvægi þess að fyrirtæki kynni sér hvaða skilyrði vörumerki þurfa að uppfylla til að hægt sé að skrá þau og vernda. Þá segja þær einnig frá því að mikil aukning hafi orðið á að fyrirtæki og eigendur þekktra vörumerkja taki afstöðu í pólitískum málum og krafa um samfélagsstefnu sé orðin ríkari frá neytendum.

Aftur í fréttasafn