Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Nauðsynlegar aðgerðir í kjölfar Schrems II

5. október, 2020

Þann 16. júlí sl. féll stefnumarkandi dómur Evrópudómstólsins í máli nr. C-311/18 (Schrems II) sem varðaði lögmæti miðlunar Facebook á persónuupplýsingum frá netþjónum á Írlandi og til Bandaríkjanna. Lára Herborg Ólafsdóttir, eigandi á LEX fjallar um dóminn og afleiðingar hans í grein í Viðskiptablaðinu. Þar fer hún einnig yfir hvaða aðgerða fyrirtæki þurfa að grípa til.

Lára Herborg Ólafsdóttir og Erla S. Árnadóttir veita ráðgjöf um efnið.

Aftur í fréttasafn