Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Markaðsþreifingar á íslenskum fjármálamarkaði – breytt framkvæmd við innleiðingu MAR

16. desember, 2020

Stefán Orri Ólafsson, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins í dag þar sem hann fjallar um frumvarp til nýrra laga um markaðssvik sem ætlað er að leysa af hólmi núgildandi ákvæði laga um verðbréfaviðskipti um meðferð innherjaupplýsinga, viðskipti innherja og markaðsmisnotkun. Með fyrirhuguðum lögum verður innleidd reglugerð Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR). Eitt þeirra nýmæla sem frumvarpið mælir fyrir um eru sérstök ákvæði um svokallaðar markaðsþreifingar (e. Market soundings). Innleiðing þessara ákvæða mun hafa talsverð áhrif á markaðsaðila hérlendis, meðal annars útgefendur skráðra fjármálagerninga, stóra fjárfesta og ráðgjafa á markaði. Markaðsaðilar þessir munu þurfa að tileinka sér nýtt formfastara verklag þegar þeir eiga samskipti á grundvelli markaðsþreifinga.

Aftur í fréttasafn