Víðir Smári Petersen

Víðir Smári Petersen

Lögmaður, LL.M. - Eigandi

vidir@lex.is

Víðir hóf störf hjá LEX samhliða námi í september 2009. Hann lauk LL.M. gráðu frá lagadeild Harvard háskóla vorið 2015, en í náminu lagði hann sérstaka áherslu á samkeppnisrétt og réttarhagfræði. Víðir hefur sinnt kennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2011 og var ráðinn aðjúnkt við deildina árið 2017. Hefur hann m.a. kennt stjórnsýslurétt, kröfurétt og réttarfar.

Víðir Smári Petersen er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir öllum dómstigum. Víðir hóf störf hjá LEX samhliða námi í september 2009. Hann lauk laganámi frá Háskóla Íslands í febrúar 2011, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi sama ár og málflutningsrétti fyrir Hæstarétti árið 2017. Hann lauk LL.M. gráðu frá lagadeild Harvard háskóla vorið 2015, en í náminu lagði hann sérstaka áherslu á samkeppnisrétt og réttarhagfræði. Víðir hefur sinnt kennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2011 og var ráðinn aðjúnkt við deildina árið 2017. Hefur hann m.a. kennt stjórnsýslurétt, kröfurétt og réttarfar. Þá liggja eftir Víði greinar í fagtímaritum á fjölbreyttum sviðum lögfræðinnar.

Málflutningsréttindi

 • Hæstiréttur
 • Landsréttur
 • Héraðsdómstólar

Starfsferill

 • LEX lögmannstofa síðan 2009
 • Aðstoðarmaður við Hæstarétt Íslands 2015-2016

Menntun

 • Hæstaréttarlögmaður 2017
 • LL.M. gráða frá lagadeild Harvard háskóla 2015 (Fulbright og Frank Boas styrkþegi)
 • Héraðsdómslögmaður 2011
 • Háskóli Íslands, meistaragráða í lögfræði 2011 (ágætiseinkunn)
 • Háskóli Íslands, BA-gráða í lögfræði 2009
 • Burtfararpróf í klarínettuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2008

Erlend tungumál

 • Enska
 • Danska

Kennsla

Aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands frá 2017. Stundakennari við sömu deild frá 2011. Hef m.a. sinnt kennslu í eftirfarandi fögum:

 • Réttarfari I
 • Réttarfari II
 • Stjórnsýslurétti II
 • Stjórnsýslurétti III
 • Kröfurétti I
 • Kröfurétti II
 • Eignarrétti
 • Inngangi að réttarhagfræði (námskeið við hagfræðideild Háskóla Íslands)
 • Hlutverk dómara og lögmanna (námskeið á meistarastigi við lagadeild Háskóla Íslands)
 • Þjálfaði lið lagadeildarinnar í Norrænu málflutningskeppninni 2012-2016
 • Þjálfaði lið í málflutningskeppni Orators 2014, 2016 og 2018
 • Haft umsjón með ritgerðum á BA og meistarastigi

Ritstörf

 • Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Víðir Smári Petersen. (2020). Eignarréttur I. Reykjavík: Fons Juris
 • Víðir Smári Petersen, Karl Axelsson og Þorgeir Örlygsson. (2019). Óbein eignarréttindi – stofnunarhættir, umfang og varanleiki þeirra. Úlfljótur, 72(3), 367-418
 • Víðir Smári Petersen. (2019). Sérstaða vatnsréttinda. Úlfljótur, 72(1), 95-132.
 • Víðir Smári Petersen. (2016). Interlocking Directorates in the European Union: An Argument for their Restriction. European Business Law Review, 27(6), 821-864.
 • Víðir Smári Petersen (2016). Hvenær eiga aðilar að ná sáttum? Réttarhagfræðilegar kenningar um sáttir með hliðsjón af rannsókn á 386 einkamálum fyrir Hæstarétti Íslands. Tímarit lögfræðinga 66(2), 189-223.
 • Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Víðir Smári Petersen (2016). Þjóðhagsleg hagkvæmni og eftirhyggjuskekkja í skaðabótarétti – samanburður hlutlægrar ábyrgðar og sakarábyrgðar í ljósi kenninga hagfræði og sálfræði. Úlfljótur 69(1), 5-35.
 • Valgerður Sólnes og Víðir Smári Petersen (2015): Beiting ógildingarreglu 36. gr. samningalaga: Hugleiðingar í tilefni af dómi Hæstaréttar 19. nóvember 2015 í máli nr. 100/2015. Tímarit lögfræðinga 65(4), 611-633.
 • Víðir Smári Petersen. (2015). Flýtimeðferð einkamála. Úlfljótur, 68(4), 631 – 650
 • Víðir Smári Petersen (2013). Slit fyrningar kröfuréttinda og réttaráhrif þess að fyrningu er slitið. Úlfljótur, 66(3), 335-384.

Félags- og trúnaðarstörf

 • Varaformaður kærunefndar vöru- og þjónustukaupa frá 2020
 • Faglegur ritstjóri vefrits Úlfljóts, tímarits laganema (www.ulfljotur.com) 2017-2019
 • Í ritstjórn Lögmannablaðsins 2017-2019
 • Í ritnefnd Úlfljóts 2009-2010