Valtýr Sigurðsson

Valtýr Sigurðsson

Lögmaður - Ráðgjafi

valtyr@lex.is

Valtýr Sigurðsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Valtýr hefur meðal annars sinnt störfum sem héraðsdómari, forstjóri Fangelsismálastofnunar og ríkissaksóknari. Hann hóf störf hjá LEX árið 2018.

Málflutningsréttindi

 • Hæstiréttur
 • Landsréttur
 • Héraðsdómstólar

Starfsferill

 • LEX lögmannsstofa frá 2018
 • Rekstur eigin lögmannsstofu frá 1. janúar 2012
 • Sérfræðilegur ráðunautur hjá LEX lögmannsstofu frá 1. apríl 2011
 • Skipaður ríkissaksóknari 1. janúar 2008 til 1. apríl 2011
 • Skipaður forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins 2004 – 2008
 • Héraðsdómari í Reykjavík 1992 – 2004
 • Borgarfógeti í Reykjavík 1988 – 1992
 • Héraðsdómari í Keflavík og Gullbringusýslu 1980 – 1988
 • Dómarafulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík 1971 – 1980

Menntun

 • Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1971 með 1. einkunn (179 stig)
 • Nám í réttarfari við lagadeild Kölnarháskóla 1976 – 1977
 • Námsdvöl við Amts- og landsrétt í München í Þýskalandi 1986
 • Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri

Erlend tungumál

 • Enska
 • Þýska
 • Norræn tungumál

Kennsla

 • Stundakennari við Háskóla Íslands í réttarfari 1989 og síðan við einstök verkefni til dagsins í dag, prófdómari í eignarétti, ad hoc.
 • Kennari við endurmenntunarstofnun HÍ í námskeiðum um gerð eignaskiptayfirlýsinga frá 1996

Ritstörf

 • Dómsmálaskipan, meðferð dómsmála, staða dómara og lögkjör þeirra við Amts- og landsrétt í München í Þýskalandi, Tím. lögf., XXXVII, 3. tbl. 1987
 • Sjálfstæði og staða dómara í nútíð og framtíð, Tím. lögfr., XXXIX, 1. tbl. 1989
 • Um samningsbundna gerðardóma, Tím. lögfr., XL, 1. tbl. 1990
 • Skýrsla um heimsókn í danska dómstóla (ásamt Friðgeiri Björnssyni), Úlfljótur 1. tbl. 1994
 • Málskostnaðarákvörðun dómara, Tím. lögfr. 2. tbl. 1996
 • Fjölmargar greinar í blöð og tímarit um fangelsismál
 • Símahlustun – Kröfur til slíkra aðgerða og eftirlit með þeim, Tím. lögfr. 2. tbl. 2011

Félags- og trúnaðarstörf:

 • Í stjórn ríkisstarfsmannadeildar Lögfræðingafélags Íslands 1984
 • Formaður stjórnar Félags dómarafulltrúa 1972 – 1974
 • Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1988 – 1992
 • Form. nefndar 1985 til að endurskoða lög nr. 28/1940 um friðun hreindýra
 • Í stjórn Dómarafélags Íslands 1987 – 1994 þar af formaður frá 1991
 • Í nefnd til undirbúnings aðskilnaðar umboðsvalds og dómsvalds í héraði 1989 – 1992
 • Í föstum gerðardómi um lyfjadreifingu 1984 – 1988
 • Samdi 1988 ásamt Stefáni Má Stefánssyni prófessor frv. til laga um samningsbundna gerðardóma
 • Í matsnefnd 1989 – 1992 um úrlausn kröfumála vegna yfirtöku réttinda í þágu Blönduvirkjunar
 • Skipaður 1992 í nefnd til að gera tillögur að nýjum reglum um eftirlit með störfum dómara og fl.
 • Í föstum gerðardómi skv. 72. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 1993 – 1996
 • Varafulltrúi ríkisins í Félagsdómi 1989 – 1993
 • Skipaður í tölvunefnd í desember 1993 og á ný í desember 1997
 • Formaður kærunefndar fjöleignahúsamála 1995 – 2010
 • Formaður kærunefndar húsaleigumála frá febrúar 1995 – 2010
 • Í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna frá júlí 1995. Í úrskurðarnefnd um upplýsingamál 1997 – 2004
 • Settur dómari í Hæstarétti Íslands í einstökum málum
 • Skipaður í Dómstólaráð til tveggja ára frá mai 1998
 • Skipaður varaformaður stjórnar persónuverndar 2000 – 2004
 • Skipaður tímabundið í samkeppnisráð í nóvember 2003
 • Skipaður í refsiréttarnefnd 2005 – 2008
 • Í stjórn Ferðafélags Íslands frá 2004
 • Ráðstefnur hérlendis og erlendis á vegum Dómarafélags Íslands og þátttaka í störfum alþjóðasamtaka dómara