Hulda Árnadóttir

Hulda Árnadóttir

Lögmaður, LL.M. - Eigandi

hulda@lex.is

Hulda hóf störf hjá LEX að loknu framhaldsnámi við Bristol háskóla og hefur starfað hjá félaginu óslitið síðan. Hulda hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á samkeppnisrétt og hugverka- og auðkennarétt

Hulda Árnadóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Hulda hóf störf hjá LEX að loknu framhaldsnámi við Bristol háskóla og hefur starfað hjá félaginu óslitið síðan. Hulda hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á samkeppnisrétt og hugverka- og auðkennarétt. Þá hefur Hulda sérþekkingu á sviði eignarréttar, fjölmiðlaréttar og Evrópuréttar auk þess sem hún hefur annast fjölda verkefna á vettvangi stjórnskipunarréttar og mannréttinda. Hulda er reyndur málflytjandi og hefur auk þess víðtæka reynslu af rekstri mála fyrir Samkeppniseftirlitinu, Einkaleyfastofu og Neytendastofu. Hulda hefur einnig reynslu af rekstri mála fyrir EFTA dómstólnum og Mannréttindadómstóli Evrópu.

Málflutningsréttindi

 • Hæstiréttur
 • Landsréttur
 • Héraðsdómstólar

Starfsferill

 • LEX síðan 2006
 • Óbyggðanefnd 2001-2005

Menntun

 • Hæstaréttarlögmaður 2018
 • LL.M. gráða frá Bristol háskóla 2006
 • Héraðsdómslögmaður 2003
 • Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 2001
 • Nám í frönsku og frönskum bókmenntum við Paul Valery háskóla 1994-1996

Erlend tungumál

 • Enska
 • Danska
 • Franska

Kennsla

 • Stundakennari í eignarrétti við lagadeild Háskóla Íslands frá 2003
 • Stundakennari í samningarétti við lagadeild Háskóla Íslands frá 2015
 • Stundakennari í hugverkarétti á sviði iðnaðar við lagadeild Háskóla Íslands frá 2016
 • Stundakennari í höfundarétti við lagadeild Háskóla Íslands frá 2017
 • Kennsla í fjölmiðlarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík haustið 2016
 • Prófdómari í samkeppnisrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2007
 • Umsjón með fjölda BA-ritgerða og meistararitgerða

Ritstörf

Félags- og trúnaðarstörf

 • Stjórn Fimleikasambands Íslands frá maí 2017
 • Dómari við áfrýjunardómstól Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá maí 2017
 • Formaður Fjölmiðlanefndar frá október 2017, áður varaformaður frá september 2015 og þar áður varamaður frá 2011
 • Formaður yfirfasteignamatsnefndar frá október 2015 og áður nefndarmaður frá júlí 2013
 • Í kjararáði frá júlí 2014 og áður varamaður frá mars 2011
 • Virkur varamaður í óbyggðanefnd frá júlí 2007