Gunnar Viðar

Gunnar Viðar

Lögmaður, LL.M. - Eigandi

gunnar@lex.is

Gunnar Viðar er einn reynslumesti sérfræðingur Íslands á sviði löggjafar á fjármagnsmarkaði. Hann hóf störf á LEX í október 2010 sem einn af eigendum félagsins. Auk málflutningsstarfa snúast verkefni Gunnars hjá LEX einkum um lögfræðiráðgjöf við fjármálafyrirtæki, samningagerð og tengda þjónustu.

Gunnar Viðar er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hann er einn reynslumesti sérfræðingur Íslands á sviði löggjafar á fjármagnsmarkaði. Hann hóf störf á LEX í október 2010 sem einn af eigendum félagsins. Auk málflutningsstarfa snúast verkefni Gunnars hjá LEX einkum um lögfræðiráðgjöf við fjármálafyrirtæki, samningagerð og tengda þjónustu. Gunnar sinnir einnig verkefnum á sviði auðlinda- og orkumála, einkum að því er varðar samningagerð og fjármögnun slíkra verkefna. Gunnar hefur LL.M.-gráðu frá lagadeild Fordham-háskóla í New York auk lagaprófs frá Háskóla Íslands og prófs í verðbréfaviðskiptum. Gunnar hefur mikla starfsreynslu úr fjármálageiranum sem lögfræðingur og stjórnandi en auk þess að hafa starfað um 12 ára skeið við íslenskan banka bjó hann í tvö ár og starfaði hjá Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu í London. Gunnar hefur komið að gerð ýmissa frumvarpa til laga á fjármálamarkaði og setið í stjórn fjölmargra fyrirtækja.

Málflutningsréttindi

 • Héraðsdómstólar

Starfsferill

 • LEX lögmannsstofa síðan 2010
 • Landsbankinn hf. 2008-2010
 • Landsbanki Íslands hf. 1998-2008
 • Eigin lögmannsstofa 1997-1998
 • Endurreisnar og þróunarbanki Evrópu (EBRD) – London 1995-1996
 • Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti 1993-1994
 • Lögmenn Skeifunni 1990-1992

Menntun

 • Próf í verðbréfaviðskiptum 2005
 • Háskóli Íslands, cand. jur. 1990
 • Héraðsdómslögmaður 1992
 • Meistaragráða (LL.M) frá Fordham University, School of Law, New York 1993

Erlend tungumál

 • Enska
 • Danska
 • Þýska

Kennsla

 • Kenndi verslunarrétt við Verslunarskóla Íslands 1989-1990 (með námi)

Ritstörf

 • Ritaði kafla um íslenskan rétt í Handbuch der Europäischen Aktiengesellschaft – Societas Europaea, 2. útgáfa eftir Jannott/Frodermann (2014), bls. 913-941. Þýskaland, C.F. Müller

Félags- og trúnaðarstörf

 • Skipaður af viðskiptaráðherra í nefnd til að innleiða tilskipun ESB um innstæðutryggingar frá janúar 2017 og starfaði jafnframt í eldri nefnd 2007 – 2009. Sat í stjórn sjóðsins 2008-2010
 • Sat í úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki 2000 – 2008, sem varamaður lengst af en sem aðalmaður frá 2007-2008. Tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja
 • Skipaður af viðskiptaráðherra til setu í nefnd til samningar frumvarps til laga um verðbréfaviðskipti og jafnframt vinnuhópi bankalaganefndar er fjallaði um starfsleyfi, starfsheimildir og afturköllun starfsleyfis lánastofnana annars vegar og eignarhald sparisjóða hins vegar árin 2000-2002
 • Hefur setið í fjölda annarra nefnda á fjármagnsmarkaði og tengdum sviðum
 • Seta í stjórn ýmissa fyrirtækja á vegum Landsbanka Íslands hf. og síðar Landsbankans hf. 1998-2010
 • Hefur sinnt félagsstörfum fyrir Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og Hjálparsveit skáta í Garðabæ