Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX veitir Iceland Seafood International ráðgjöf við almennt útboð og skráningu á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.

30. október, 2019

Iceland Seafood International hf. („Iceland Seafood“), viðskiptavinur LEX, tilkynnti í dag að viðskipti myndu hefjast með hlutabréf félagsins á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Iceland Seafood var áður skráð á First North markað Nasdaq á Íslandi og er 48. félagið sem er skráð á Norðurlandamarkaði Nasdaq árið 2019. Samhliða skráningunni átti sér stað almennt útboð hlutabréfa í Iceland Seafood þar sem 225.000.000 nýir hlutir voru boðnir fjárfestum til sölu.

Í yfirlýsingu Bjarna Ármannssonar, forstjóra Iceland Seafood, segir: „Við erum mjög ánægð með að hafa náð þessum mikilvæga áfanga á vegferð Iceland Seafood og vil ég þakka starfsfólki okkar og hluthöfum fyrir samfelldan stuðning. Framundan eru talsverð vaxtartækifæri og við erum mjög þakklát fyrir góðar viðtökur sem hlutafjárútboð almennings okkar fékk frá fjárfestum, sem gerir okkur kleift að vinna frekar að þessum tækifærum. Við fögnum nýjum fjárfestum og hlökkum til að vinna með þeim í framtíðinni.“

Magnús Harðarson, framkvæmdastjóri Nasdaq Iceland sagði. „Iceland Seafood hefur sýnt gott fordæmi þegar kemur að því að koma viðskiptaáætlunum sínum í framkvæmd með því að nýta tækifærin sem hlutabréfamarkaðurinn hefur upp á að bjóða. Fyrirtækið var skráð á First North árið 2016 og frá þeim tíma hefur markaðsvirði þess vaxið um 250%. Við óskum fyrirtækinu og starfsfólki þess til hamingju með þennan frábæra árangur, skráningu á Aðalmarkaðinn og hlökkum til að halda áfram að vinna með þeim að frekari vexti og sýnileika“.

LEX veitti Iceland Seafood lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við almennt útboð félagsins og skráningarferlið.

Aftur í fréttasafn