Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX lögmannstofa endurútgefur Leiðarvísi ferðaþjónustunnar
21. mars, 2016LEX lögmannstofa hefur endurútgefið Leiðarvísi ferðaþjónustunnar. Árið 2014 gaf LEX lögmannstofa út Leiðarvísi ferðaþjónustunnar en í ritinu er fjallað um þau lög og reglur sem varða starfsemi ferðaþjónustu fyrirtækja og ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Útgáfa ritsins vakti strax mikla athygli, enda ferðaþjónustan sú atvinnugrein á Íslandi sem er í örustum vexti. Þó svo að skammt sé liðið frá útgáfu, þá hefur heilmikið átt sér stað í laga- og regluumhverfi ferðaþjónustunnar frá útgáfu Leiðarvísisins. LEX lögmannstofa hefur því endurútgefið Leiðarvísinn á netinu og má finna nýja útgáfu hans á vefslóðinni http://lex.is/files/pdf/log-78381-leidarvisir-ferdathjonustunnar.pdf/
Umsjón með ritinu hefur að vanda Hæstaréttarlögmaðurinn Helgi Jóhannesson, en vandfundinn er sá lögmaður á Íslandi sem hefur breiðari eða dýpri þekkingu á málefnum ferðaþjónustunnar.
Aftur í fréttasafn