Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Legal500 – LEX enn á ný metið í hæsta gæðaflokki

14. apríl, 2021

Matsfyrirtækið Legal 500 greinir árlega lögmannsstofur á heimsvísu með ítarlegri rannsóknarvinnu til þess að hafa ávallt áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála á sviði lögfræði og lögmennsku í heiminum.

Nú í ár var LEX metið í hæsta gæðaflokki (Tier 1) í öllum þeim níu flokkum sem metnir eru, eina íslenska lögmannsstofan sem náði hæsta mati í öllum flokkum, annað árið í röð;

  • Banking, Finance and Capitals Markets
  • Commercial, Corporate and M&A
  • Dispute Resolution
  • EEA and Competition
  • Employment
  • Maritime and Transport
  • Real Estate and Construction
  • Restructuring and Insolvency
  • TMT and IP

LEX er fullt af stolti yfir þessum glæsilega árangri. Heildarmatið, með vitnisburðum og yfirliti yfir lykilviðskiptavini má sjá hér

Aftur í fréttasafn