Foss

Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Landsréttur dæmir Orkubúi Vestfjarða í hag

2. mars, 2020

Þann 21. febrúar síðastliðinn kvað Landsréttur upp dóm í máli sem Jónas A. Aðalsteinsson, lögmaður hjá LEX, flutti fyrir hönd Orkubús Vestfjarða ohf. gegn Ísafjarðarbæ.
Í málinu krafðist umbjóðandi LEX þess að viðurkennt yrði að allur réttur til virkjunar vatnsafls í Úlfsá í Dagverðardal væri eign Orkubús Vestfjarða, og að samningur milli Ísafjarðarbæjar og AB-fasteigna ehf. um rannsóknar- og virkjunarleyfi í Úlfsá yrði ógiltur.

Byggði krafa Orkubús Vestfjarða á samningi við Ísafjarðarbæ frá 1977 um yfirtöku forvera Orkubúsins á rekstri, eignum og skuldum Rafveitu Ísafjarðar. Með samningnum var afhentur allur réttur til virkjunar vatnsafls, jarðhita og fallvatns sem Ísafjarðarbær eða rafveitan ætti eða kynni að eiga í löndum kaupstaðarins, rafveitunnar eða annars staðar. Náði samningurinn jafnt til þekktra sem óþekktra réttinda.

Ísafjarðarbær krafðist sýknu og hélt því fram að framangreindur samningur hefði hvorki verið í samræmi við ákvæði laga nr. 66/1976 um Orkubú Vestfjarða, né rúmast innan ólögfestra heimilda sveitafélagsins til ráðstöfunar eigna sinna og réttinda. Ekki var fallist á þessi rök Ísafjarðarbæjar og staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að viðurkennt væri að allur réttur til virkjunar vatnsafls fallvatns í Úlfsá í Dagverðardal væri eign Orkubús Vestfjarða ohf.

Aftur í fréttasafn