Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar

26. október, 2017

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Huldu Árna­dótt­ur héraðsdóms­lög­mann og eiganda á LEX formann fjöl­miðlanefnd­ar frá 20. októ­ber 2017. Hulda var áður vara­formaður nefnd­ar­inn­ar.

Hulda sem er einn af eigendum LEX hóf störf hjá LEX árið 2006 að loknu fram­halds­námi við Bristol-háskóla og hef­ur starfað hjá fé­lag­inu óslitið síðan. Hulda lauk laga­prófi árið 2001 og starfaði hjá óbyggðanefnd frá út­skrift til árs­ins 2005 þegar hún hélt utan til fram­halds­náms.

Hulda hef­ur í störf­um sín­um hjá LEX lagt megin­á­herslu á sam­keppn­is­rétt og hug­verka- og auðkenna­rétt. Þá hef­ur Hulda einnig sérþekk­ingu á sviði eign­ar­rétt­ar, þ.á m. lög­um um nátt­úru­auðlind­ir, fjölmiðlarétt­ar og Evr­ópu­rétt­ar auk þess sem hún ann­ast verk­efni á vett­vangi stjórn­skip­un­ar­rétt­ar og mann­rétt­inda. Hulda er reynd­ur mál­flytj­andi og hef­ur auk þess um­tals­verða reynslu af rekstri mála fyr­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu, Einka­leyf­a­stofu og Neyt­enda­stofu. Hulda hef­ur einnig reynslu af rekstri mála fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um og Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu.

Aftur í fréttasafn