Foss

Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

COVID-19 og réttarreglur um afpöntun vöru og þjónustu

18. mars, 2020

Arnar Þór Stefánsson og Víðir Smári Petersen, eigendur á LEX, fjölluðu um réttarreglur um afpöntun vöru og þjónustu í samhengi við COVID-19 í Fréttablaðinu í dag. Reynir nú á ýmsar reglur laga og réttar sem sjaldan koma til skoðunar. Ber þar hæst reglur sem lúta að því hvað gerist þegar ekki er hægt, eða a.m.k. mjög örðugt, að efna þegar gerða samninga vegna ráðstafana sem gripið hefur verið til af völdum veirunnar, svo sem að fresta eða aflýsa viðburðum ýmiss konar, afpanta vörur og þjónustu sem þegar var búið að bóka og fleira.

Aftur í fréttasafn