Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX ráðleggur NetApp við kaup á Greenqloud

16. ágúst, 2017

NetApp hefur keypt íslenska skýlausnarfyrirtækið Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 og var fyrsta fyr­ir­tæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjón­ustu sem ein­göngu var rek­in á end­ur­nýj­an­legri orku. Greengloud hefur ennfremur þróað Qstack; sér­hannaða hug­búnaðarlausn sem get­ur á auðveld­an hátt stýrt skýja­lausn­um og tölvuþjón­um fyr­ir­tækja.

NetApp, Inc. var stofnað árið 1992 en hef­ur verið skráð sem Fortu­ne 500 fyr­ir­tæki frá ár­inu 2012, sem ger­ir það að einu stærsta fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna fimmta árið í röð. Höfuðstöðvar þess eru í Sunny­vale, Kali­forn­íu, en fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í geymslu­kerf­um og ut­an­um­haldi gagna­vera ásamt því að vera leiðandi og í mik­illi sókn þegar kem­ur að hybrid skýjaþjón­ustu.

LEX var lögfræðilegur ráðgjafi NetApp á þessum viðskiptum.

Aftur í fréttasafn