Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Smitrakningaröpp og Persónuvernd

24. apríl, 2020

Lena Mjöll Markusdóttir skrifar grein á Vísi í dag þar sem hún fjallar um smitrakningaröpp í samhengi við persónuvernd. Slík öpp geta eðli máls samkvæmt falið í sér söfnun og notkun persónuupplýsinga. Þann 19. mars sl. tilkynnti Evrópska persónuverndarráðið að persónuverndarreglur á borð við almennu persónuverndarreglugerð ESB girði ekki fyrir að ráðist sé í slíkar aðgerðir, enda sé það sameiginlegt markmið heimsbyggðarinnar um þessar mundir að stemma stigu við faraldrinum. Engu að síður þurfi á sama tíma að tryggja vernd þeirra persónuupplýsinga sem er safnað í tengslum við slíkar aðgerðir.

Aftur í fréttasafn