Um lex

 

Mat á þjónustu

Chambers

Í meira en 20 ár hefur Chambers and Parnters (www.chambersandpartners.com) haldið skrár yfir leiðandi lögmannsstofur í flestum löndum.  LEX lögmannsstofa hefur um árabil verið í fremstu röð á listum Chambers og má sjá á meðfylgjandi tengli þær upplýsingar sem Chamber and Partners birtir um LEX: www.chambersandpartners.com/Global/Firms/2470-46041

 

Legal 500

Legal 500 (www.legal500.com) er annað fyrirtæki sem heldur skrár um lögfræðistofur út um allan heim.  LEX er á lista Legal 500 á meðal leiðandi lögmannsstofa á Íslandi, en upplýsingar um íslenska markaðinn má finna á www.legal500.com/c/iceland

 

IFLR 1000

IFLR 1000 (www.iflr1000.com) birtir árlega lista yfir bestu lögmannsstofur á Íslandi sem byggir á viðtölum við innanhúslögmenn helstu fjármálafyrirtækja og fyrirtækja á viðkomandi svæðum auk þess sem rætt er við helstu lögmenn í viðkomandi landi.  Upplýsingar um Ísland má finna á tenglinum www.iflr1000.com/Jurisdiction/62/Iceland.html .

 

Skipulag og stjórn

LEX lögmannsstofa er í eigu 13 aðaleigenda og 3 annarra eigenda. Stjórn félagsins skipa Gunnar Viðar hdl. LL.M, stjórnarformaður, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. LL.M og Kristín Edwald hrl.  Varamaður í stjórn er Hulda Árnadóttir hdl. LL.M.  Framkvæmdastjóri félagsins er Örn Gunnarsson hdl., MBA.

 

Saga LEX

LEX í núverandi mynd á sér traustar rætur. Árið 1959 hóf Sveinn Snorrason hrl. rekstur lögmannsstofu og í framhaldinu komu til samstarfs við hann þeir Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., Jónas A. Aðalsteinsson hrl. og Jóhannes L.L. Helgason hrl. Sú stofa stækkaði og dafnaði og var rekin undir heitinu LEX frá árinu 1987. Árið 2000 sameinaðist LEX lögmönnum KPMG en stofan starfaði áfram undir merkjum LEX. Þann 1. janúar 2005 sameinuðust svo lögmannsstofurnar LEX og Nestor, sem þá var leidd af Karli Axelssyni hrl. og dósent, síðar hæstaréttardómara. Á þessum trausta grunni er nú orðin til ein stærsta lögmannsstofa landsins þar sem starfa 39 lögmenn. LEX er til húsa í glæsilegu húsnæði að Borgartúni 26 í Reykjavík.

Alþjóðlegt samstarf

World Services Group (WSG)

Árið 2012 var LEX boðin aðild að World Services Group (WSG) sem eru samtök leiðandi sérfræðifyrirtækja sem þjónusta viðskiptalífið. Aðild LEX að WSG tryggir viðskiptavinum LEX aðgang að sérfræðiþekkingu um nánast allan heim, en aðilar frá um 115 löndum eru innan samtaka WSG, þar á meðal frá öllum fylkjum Bandaríkjanna.

Nánari upplýsingar um WSG má finna á heimasíðu samtakanna www.worldservicesgroup.com

The Energy Law Group (ELG)

Á LEX starfar teymi sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í auðlinda- og orkurétti.   LEX er aðili að Energy Law Group (ELG), en um er að ræða samtök sjálfstæðra evrópskra lögmannstofa sem sérhæfa sig í orku- og auðlindarétti.  Meðlimir ELG koma frá flestum löndum í Evrópu auk nokkurra landa í Miðaausturlöndum og Norður-Afríku og er um að ræða stærstu samtök sérfræðinga í Evrópu á sviði orku- og auðlindaréttar.  Með þessu tryggir LEX sér aðgang að þekkingu og reynslu fjölmargra sérfræðinga víðs vegar um heiminn og þannig viðskiptavinum sínum betri þjónustu.

Skipulag samtakanna er með þeim hætti að þau bjóða sérhverjum viðskiptamanni lögmannsstofu innan samtakanna þjónustu í Evrópu og jafnvel víðar á sviði orku- og auðlindaréttar.  Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna www.energylawgroup.eu.

 

Gildi og grundvallarviðhorf

Gildi LEX lögmannsstofu, Heiðarleiki, Trúnaður, Fagmennska  byggja á því grundvallarviðhorfi að áratugi þurfi til þess að skapa sér gott orðspor en einungis augnablik að glata því.  Lögmenn LEX nálgast verkefni sín með þessi gildi að leiðarljósi. Öllum má ljóst vera að ekki er unnt að ábyrgjast niðurstöður verkefna fyrirfram en LEX lögmannsstofa stendur fyrir það að viðskiptavinum sé boðin fyrsta flokks þjónusta þar sem sérfræðingar stofunnar leggja sig alla fram við að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna í hvívetna.

 

Samfélagsleg ábyrgð

Stjórnendur LEX eru mjög meðvitaðir um samfélagslega ábyrgð LEX sem einnar af leiðandi lögmannsstofum landsins.  Samfélagsleg ábyrgð kemur m.a. fram í gildum félagsins HEIÐARLEIKI – TRÚNAÐUR – FAGMENNSKA.  Á hverju ári sinna lögmenn LEX vinnu í þágu mannúðarfélaga án endurgjalds auk þess sem lögmenn LEX hafa lagt sig fram við að aðstoða frumkvöðla við að koma fyrirtækjum sínum á legg.

 

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu