Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál

LEX hefur frá upphafi veitt þjónustu á sviði stjórnsýsluréttar, bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem og stjórnvöldum sjálfum. Verkefnum á þessu sviði fer hratt fjölgandi enda verður regluverk stjórnsýsluréttarins sífellt viðameira og einstaklingar og lögaðilar meðvitaðri um rétt sinn.

Á sviðinu er að finna sérþekkingu á öllu regluverki stjórnsýsluréttarins, hvort sem um er að ræða ráðgjöf eða rekstur ágreiningsmála fyrir stjórnvöldum og/eða dómstólum. Ennfremur hefur stofan margsinnis gætt hagsmuna einstaklinga og fyrirtækja með kvörtunum til umboðsmanns Alþingis.

Loks liðsinnir stofan stjórnvöldum sjálfum við meðferð stjórnsýslumála og veitir þeim leiðbeiningar og ráðgjöf við töku stjórnvaldsákvarðana og annarra stjórnvaldsathafna, svo sem samningu reglna og reglugerða.

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu