Stjórnskipunarréttur og mannréttindi

LEX hefur til langs tíma veitt einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf um hvers konar álitaefni sem tengjast þeirri vernd sem ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu veita. Vernd mannréttinda hefur tekið umtalsverðum breytingum í tímans rás, einkum með hliðsjón af framsækinni dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafa sérfræðingar LEX unnið markvisst að því að viðhalda sérþekkingu sinni á sviðinu.

Þau verkefni sem LEX hefur tekið að sér á þessu sviði varða meðal annars vernd eignarréttinda, atvinnufrelsi, rétt manna til að standa utan félaga og réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Þá hafa sérfræðingar stofunnar umfangsmikla reynslu af rekstri meðyrðamála þar sem reynir á mörk  tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Jafnframt hafa lögmenn LEX rekið kærumál vegna brota gegn Mannréttindasáttmálanum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og veitt almenna rágjöf um rekstur slíkra mála.


Með sérþekkingu á þessu sviði

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu