Skaðabætur og vátryggingar

Sérfræðingar LEX hafa um árabil ráðlagt viðskiptavinum LEX á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar.  Ráðgjöf LEX lýtur bæði að því að halda skaðabótakröfu viðskiptavina til haga gagnvart bótaskyldum aðilum hvort sem um líkamstjón, eignatjón eða óefnislegt tjón er að ræða sem og að halda uppi vörnum fyrir þá aðila sem skaðabótakrafa beinist að.  Á undanförnum árum hafa einstaklingar sem telja brotið gegn æru sinni í ríkari mæli leitað réttar síns fyrir dómstólum vegna slíkra mála og hafa lögmenn LEX sinnt hagsmunagæslu í slíkum ágreiningi.  Þegar skaðabótakröfur beinast að tryggingafélögum er í langflestum tilvikum leyst úr slíkum málum með samkomulagi á milli aðila.  Á meðal helstu viðskiptavina LEX á þessu sviði eru m.a. Sjóvá Almennar tryggingar.

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu