LEX Lögmannsstofa

Skaðabætur og vátryggingar

Sérfræðingar LEX á sviði skaðabótaréttar og vátryggingaréttar búa yfir áratuga langri reynslu af ráðgjöf á þeim sviðum. Í því felst bæði ráðgjöf til þeirra sem verða fyrir tjóni sem og þeirra sem skaðabótakröfum er beint að.

Skaðabætur og vátryggingar

Sérfræðingar LEX á sviði skaðabótaréttar og vátryggingaréttar búa yfir áratuga langri reynslu af ráðgjöf á þeim sviðum. Í því felst bæði ráðgjöf til þeirra sem verða fyrir tjóni sem og þeirra sem skaðabótakröfum er beint að. Hvað tjónþola varðar nær ráðgjöfin til að mynda til innheimtu slysabóta vegna líkamstjóns, eignatjóns og óefnislegra tjóna svo sem vegna miska og ærumeiðinga. Á sama hátt gætir LEX hagsmuna þeirra sem slíkar kröfur beinast að.

Sérfræðingar LEX hafa jafnframt um árabil tekið til varna og flutt mál fyrir dómstólum fyrir hönd vátryggingafélaga vegna krafna sem gerðar eru á hendur þeim fyrir dómstólum. Á meðal helstu viðskiptavina LEX á því sviði eru Sjóvá-Almennar tryggingar hf.

Þá veita sérfræðingar LEX innlendum og erlendum aðilum alhliða ráðgjöf á sviði vátryggingaréttar.

Með sérþekkingu á þessu sviði.