Samkeppnisréttur

Á LEX lögmannsstofu starfa þrautreyndir sérfræðingar á sviði samkeppnisréttar sem veitt geta alhliða ráðgjöf um samkeppnismál.  Lögmenn LEX gæta hagsmuna fjölda aðila vegna málsmeðferðar fyrir samkeppnisyfirvöldum, hvort heldur vegna kvartana sem fyrirtæki vilja senda til þeirra eða vegna rannsókna sem samkeppnisyfirvöld hefja, ýmist að eigin frumkvæði eða vegna kvartana annarra.  Þá annast LEX alla nauðsynlega þjónustu við fyrirtæki vegna samruna og yfirtöku, þar á meðal um allar tilkynningar og málarekstur gagnvart samkeppnisyfirvöldum af því tilefni.  LEX annast einnig alla almenna ráðgjöf til fyrirtækja á sviði samkeppnisréttar og hagsmunagæslu fyrir dómstólum ef á þarf að halda. 

Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að lögmenn LEX hafa verið fengnir til þess að gera alhliða úttekt á fyrirtækjum  með hliðsjón af regluverki samkeppnisréttarins og eftir atvikum hefur verið óskað eftir tillögum að úrbótum á starfsemi viðkomandi fyrirtækja. 

Á meðal verkefna samkeppnisréttarsviðs LEX lögmannsstofu eru:

  • Álitsgerðir á sviði samkeppnisréttar
  • Fræðsla og upplýsingagjöf vegna samkeppnislaga
  • Gerð samrunatilkynninga og öll umsýsla samrunamála
  • Hagsmunagæsla gagnvart Samkeppniseftirliti vegna fyrirspurna, rannsókna og andmælaskjala
  • Hagsmunagæsla vegna erinda til Samkeppniseftirlitsins vegna samkeppnishamlandi hegðunar keppinauta eða opinberra aðila
  • Málarekstur fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum
  • Málarekstur fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn EB
  • Svör við fyrirspurnum frá samkeppnisyfirvöldum

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu