Samkeppnisréttur

Á LEX starfa þrautreyndir sérfræðingar á sviði samkeppnisréttar sem veitt geta alhliða ráðgjöf um samkeppnisréttarleg álitaefni af hvaða tilefni sem er.

Samkeppnisréttur

Á LEX starfa þrautreyndir sérfræðingar á sviði samkeppnisréttar sem veitt geta alhliða ráðgjöf um samkeppnisréttarleg álitaefni af hvaða tilefni sem er. Lögmenn LEX gæta hagsmuna fjölda aðila við málsmeðferð hjá Samkeppniseftirlitinu og annast alla nauðsynlega þjónustu vegna samruna og yfirtöku, þar á meðal allar tilkynningar til stjórnvaldsins og hagsmunagæslu af því tilefni. Lögmenn LEX hafa jafnframt rekið fjölmörg mál á þessu réttarsviði fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem og fyrir dómstólum landsins.

Lögmenn LEX hafa enn fremur sérhæft sig í gerð samkeppnisréttaráætlana fyrir fyrirtæki sem ætlað er að tryggja að starfsemi þeirra sá ávallt í samræmi við samkeppnislög og draga þar með úr áhættu að því leyti. Hluti af innleiðingarferli slíkra áætlana er námskeiðahald fyrir starfsfólk viðkomandi fyrirtækja þar sem farið er yfir þær skyldur sem á þeim og viðkomandi fyrirtækjum hvíla samkvæmt samkeppnislögum. LEX hefur nú þegar unnið fjölmargar slíkar áætlanir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og hlaupa þau námskeið sem sérfræðingar LEX hafa haldið af því tilefni á hundruðum.

Helstu verkefni

  • Alhliða ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar
  • Hagsmunagæsla gagnvart Samkeppniseftirliti vegna fyrirspurna, rannsókna og andmælaskjala
  • Hagsmunagæsla vegna erinda til Samkeppniseftirlitsins vegna samkeppnishamlandi hegðunar keppinauta eða opinberra aðila
  • Gerð samrunatilkynninga og öll umsýsla samrunamála
  • Málarekstur fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum
  • Málarekstur fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn EB
  • Álitsgerðir á sviði samkeppnisréttar
  • Samkeppnisréttaráætlanir
  • Fræðsla um ákvæði samkeppnislaga