Málflutningur og gerðardómsmeðferð

Eitt af meginmarkmiðum LEX lögmannsstofu er að aðstoða viðskiptavini sína við að komast hjá málarekstri fyrir dómstólum, þar sem málaferlum fylgir ávallt talsverð áhætta.  Lögð er mikil áhersla á að draga úr áhættu skjólstæðinga með samningaviðræðum þar sem hagsmunir skjólstæðinga LEX eru hafðir að leiðarljósi.  Sé það hins vegar óhjákvæmilegt að sækja mál eða taka til varna fyrir dómstólum njóta umbjóðendur LEX reynslumikilla málflytjenda auk sérfræðiþekkingar sérfræðinga LEX lögmannstofu á viðkomandi réttarsviði.  Hið víðtæka samstarf á milli fagsviða LEX lögmannsstofu tryggir því viðskiptavinum afburða þjónustu.

Sérfræðingar LEX lögmannstofu hafa mikla reynslu af úrlausn ágreiningsmála fyrir:

  • Héraðsdómstólum
  • Hæstarétti Íslands
  • Mannréttindadómstóli Evrópu
  • EFTA dómstólnum
  • Gerðardómum
  • Stjórnvöldum

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu