Hugverk og upplýsingatækni

LEX hefur um langt skeið veitt fyrirtækjum, opinberum stofnunum og einstaklingum víðtæka þjónustu á sviði hugverka- og auðkennaréttar og upplýsingatækniréttar. Verkefnum við ráðgjöf á þessu sviði fer fjölgandi enda eru hugverkaréttindi nú sífellt sýnilegri þáttur í verðmæti fyrirtækja og áreiðanleiki slíkra réttinda eitt af því sem nauðsynlegt er að kanna við kaup á fyrirtækjum.

World Trademark Review telur LEX vera í hæsta gæðaflokki í mati sínu á íslenskum lögmannstofum sem sinna vörumerkjarétti og fer afar fögrum orðum um þær Erlu Árnadóttir og Huldu Árnadóttir eigendur á LEX.  Er sérstaklega minnst á  að breydd teymisins innan LEX og djúp þekking á viðfangsefninu sé einn helsti styrkur LEX.

Flestir vita að listgreinar eins og bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og myndlist njóta höfundaréttarverndar en færri hugleiða að húsgögn og fleiri framleiðsluvörur geta einnig notið slíkrar verndar. Í rannsóknar- og þróunarstarfsemi þarf að skilgreina þau verðmæti sem til verða, huga að vernd þeirra og réttarstöðu samstarfsaðila. Gagnasöfn, m.a. í eigu opinberra aðila, falla hér undir.
Framleiðendur og kaupendur hugbúnaðar þurfa að huga að réttarvernd þegar hugbúnaði er dreift til viðskiptamanna, hann keyptur og við gerð ráðningarsamninga við starfsmenn. Sífellt þarf að vera á varðbergi við vernd persónuupplýsinga. Rafræn viðskipti lúta sömu réttarreglum og önnur viðskipti en tilkoma þeirra hefur haft í för með sér að skera þarf úr ágreiningsefnum af nýjum toga svo sem um ábyrgð milliliða, réttindi til léna og lögsögu.

LEX hefur hlotið þá umsögn Chambers að vera í efsta sæti íslenskra lögmannsstofa er sinna verkefnum á sviði hugverkaréttar.
Sem dæmi um tegundir þeirra verkefna sem þetta fagsvið sinnir má nefna:

 • Skráning vörumerkja og léna, bæði hérlendis og erlendis, ásamt ráðgjöf um val á heppilegum vörumerkjaheitum í samstarfi við auglýsingastofur.
 • Þjónusta við framleiðendur og höfunda við gerð samninga um kvikmyndir og margmiðlunarefni.
 • Þjónusta við tónlistarmenn vegna samninga um nýtingu á verkum þeirra.
 • Gerð nytjaleyfissamninga, m.a. vegna vörumerkja, einkaleyfa, húsgagna og annarra nytjalistmuna.
 • Gerð útgáfu- og leyfissamninga um ritað mál.
 • Áreiðanleikakannanir vegna kaupa á fyrirtækjum þar sem hugverkaréttindi eru meðal eigna.
 • Ráðgjöf til fyrirtækja í nýsköpun, m.a. varðandi leiðir til að vernda hugverkaréttindi og gerð samstarfssamninga milli fyrirtækja í rannsóknarstarfsemi.
 • Aðstoð við fyrirtæki og einstaklinga vegna brota á hugverkaréttindum.
 • Þjónusta á sviði upplýsingatækni, s.s. við gerð dreifingar-, leyfis- og þjónustusamninga vegna hugbúnaðar og samninga um hýsingu hugbúnaðar.
 • Ráðgjöf til erlendra framleiðanda frumlyfja, m.a. vegna gagnaverndar.
 • Ráðgjöf til fyrirtækja hér á landi og erlendis á flestum sviðum atvinnulífsins vegna tilkynninga til Persónuverndar og varðandi vinnslu persónuupplýsinga.

Meðal nýlegra verkefna sem LEX hefur unnið á þessu sviði má nefna stefnumótun og vinnu við úrlausn lögfræðilegra álitaefna fyrir Auðkenni hf. vegna innleiðingar rafrænna skilríkja á debetkortum; flutning dómsmála fyrir Magis SpA á Ítalíu og Stokke AS í Noregi sem lyktaði með stöðvun sölu eftirlíkinga af stólunum Bombo og Tripp Trapp og greiðslu skaðabóta til rétthafanna; skráningu á ýmsum vörumerkjum erlendis, þar á meðal 66°NORTH, ESKIMO, E-LABEL, LANDIC og SKYR.

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu