Gjaldþrotaréttur og fjárhagsleg endurskipulagning

Hjá LEX starfa þrautreyndir lögmenn á sviði gjaldþrotaréttar og fjárhagslegrar endurskipulagningar. Mikil uppsöfnuð þekking hefur orðið til hjá LEX á þessum réttarsviðum á undanförnum árum.

Gjaldþrotaréttur og fjárhagsleg endurskipulagning

Hjá LEX starfa þrautreyndir lögmenn á sviði gjaldþrotaréttar og fjárhagslegrar endurskipulagningar. Mikil uppsöfnuð þekking hefur orðið til hjá LEX á þessum réttarsviðum á undanförnum árum. Hvort sem um er að ræða formleg skipti á gjaldþrotabúum, nauðasamningsumleitanir, frjálsa samninga um skuldaskil eða ráðgjöf við aðila í greiðsluvanda þá búa sérfræðingar LEX yfir mikilli reynslu.

Samvinna hinna ýmsu sviða innan LEX endurspeglast einna best þegar að unnið er við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Við úrlausn slíkra verkefna getur reynt á þekkingu sérfræðinga í félagarétti, fjármagnsrétti, eignarétti, auðkennarétti, veðrétti, samkeppnisrétti og skattarétti svo eitthvað sé nefnt.

Helstu verkefni

  • Fjárhagsleg endurskipulagning
  • Aðstoð við hagsmunagæslu kröfuhafa við skipti á þrotabúum.
  • Skiptastjórn í þrotabúum.
  • Aðstoðarmennska í greiðslustöðvun.
  • Nauðasamningar samkvæmt heimild í lögum um gjaldþrotaskipti.
  • Frjálsir samningar við skuldauppgjör.
  • Endurfjármagnanir.
  • Eignasala
  • Samrunar

Dæmi um viðskiptavini

  • Aðstoð á greiðslustöðvunartíma fyrir United Silicon
  • Nauðasamningar fyrir Eir, hjúkrunarheimili
  • Nauðasamningar fyrir Búmenn bsvf.
  • Skiptastjórn í hundruðum þrotabúa, stórra og smárra.