Gjaldeyrismál og fjármagnshöft

Allt frá setningu fjármagnshafta síðla árs 2008 hafa gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa verið takmörkuð. Höftin byggja á flóknu regluverki þar sem oft er þörf á ráðgjöf sérfræðinga og  mikilvægt er að huga tímanlega að þeim takmörkunum sem höftin setja áður en ráðist er í fjárfestingar, viðskipti eða samningagerð á milli landa og við erlenda aðila.

Sérfræðingar LEX hafa frá upphafi fjármagnshafta veitt innlendum og erlendum aðilum alhliða ráðgjöf og fjölþætta þjónustu á sviði gjaldeyrismála og öðlast mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Hafa þeir m.a. veitt fjölda erlendra aðila ráðgjöf í tengslum við fjárfestingar á Íslandi og fjármagnshöftin almennt.

Á meðal helstu viðfangsefna LEX á þessu sviði má nefna:

  • Almenn ráðgjöf og túlkun laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992
  • Ráðgjöf í tengslum við fjárfestingar erlendis, lántökur á milli landa o.fl.
  • Samningagerð milli innlendra og erlendra aðila, endurskipulagning samstæðna á milli landa og endurfjármögnun félaga
  • Gerð undanþágubeiðna vegna undanþága frá lögum um gjaldeyrismál
  • Ráðgjöf í tengslum við fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og nýfjárfestingar á Íslandi
  • Ráðgjöf til innlendra og erlendra aðila vegna slitameðferðar föllnu bankanna
  • Hagsmunagæsla fyrir einstaklinga og lögaðila gagnvart stjórnvöldum vegna fyrirspurna, eftirlits og rannsókna
  • Málarekstur fyrir dómstólum

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu