Flutninga- og sjóréttur

LEX sérhæfir sig í flutninga- og sjórétti og veitir hvers konar ráðgjöf og aðstoð þar að lútandi. Lögmenn LEX búa yfir áratuga reynslu af málum á þessu sviði og hafa í gegnum árin aðstoðað innlend og erlend skipa- og útgerðarfélög, einstaklinga og vátryggingafélög sem og P&I klúbba.

Alþjóðlegt tengslanet LEX nýtist viðskiptavinum stofunnar sérstaklega vel á þessu sviði þar sem verkefni og ágreiningsmál sem tilheyra sviðinu eiga það oft sammerkt að tengjast fleiri ríkjum en einu og getur þar reynt á lög mismunandi landa, auk þess sem deilur kunna að vakna um í hvaða lögsögu úr ágreiningi skuli leyst. LEX er fulltrúi Assuranceforeningen SKULD (http://www.skuld.com/) á Íslandi sem er einn stærsti aðili í heiminum á þessu sviði.

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu