Fjármögnun fyrirtækja og verkefna

Á LEX starfar fjöldi sérfræðinga sem komið hafa að mörgum stærstu og flóknustu fjármögnunarverkefnum sem unnin hafa verið á Íslandi á undanförnum árum.

Fjármögnun fyrirtækja og verkefna

Á LEX starfar fjöldi sérfræðinga sem komið hafa að mörgum stærstu og flóknustu fjármögnunarverkefnum sem unnin hafa verið á Íslandi á undanförnum árum. Reynsla LEX byggir á vinnu við fjármögnunarverkefni af nánast öllum mögulegum tegundum, svo sem hlutafjáraukningum, verkefnafjármögnun, skuldabréfafjármögnun á skipulegum verðbréfamarkaði svo eitthvað sé nefnt auk hefðbundinnar lánsfjármögnunar hvort sem er fyrir lántaka eða lánveitanda.

LEX hefur jafnframt annast gerð útboðs- og skráningarlýsinga við skráningu félaga á skipulega verðbréfamarkaði. Þá hafa sérfræðingar LEX mikla reynslu af vinnu við fjármögnun tengda kaupum og sölum á fyrirtækjum.

Meðal verkefna sem LEX hefur komið að er fjármögnun íslensku bankanna og stærstu fyrirtækja landsins. LEX hefur einnig unnið að samningum um uppbyggingu og fjármögnun stóriðjuverkefna og á markaði heild- og smásölu.

Sjálfbærni fjármögnun, hefur fengið aukna athygli og hefur áhrif á flesta atvinnugeira. Græn skuldabréf er fyrsta slíka fjármögnunin á markaði hérlendis. Fleiri tegundir sjálfbærrar fjármögnunar hafa verið í þróun og má búast við að hún eigi eftir að aukast hratt á næstu árum. Fjárfestar hafa einnig farið að beina augunum mjög að áhrifum fjárfestinga á samfélag og umhverfi. Innleiðing nýrra reglna ESB mun kalla á nýja upplýsingagjöf fjárfesta og fyrirtækja. Reglurnar, sem munu verða innleiddar hér á landi hafa að markmiði að innleiða sjálfbærni í ákvarðanatöku um fjárfestingar, minnka upplýsingaóreiðu um áhrif fjárfestinga og beina fjárfestingum í farveg verkefna sem hafa aukna sjálfbærni að markmiði. Lögmenn LEX geta aðstoðað viðskiptavini sína við að nýta sér möguleika tengdri sjálfbærri fjármögnun.

Helstu verkefni

  • Alhliða ráðgjöf við fjármögnun fyrirtækja og verkefna
  • Gerð samninga og skilmála
  • Gerð lána- og veðskjala, sem og annarra fjármögnunarsamninga
  • Málarekstur fyrir dómstólum
  • Álitsgerðir og minnisblöð
  • Fræðsla um lög og reglur á réttarsviðinu

Dæmi um viðskiptavini

  • Arion banki hf.
  • Íslandsbanki hf.
  • Landsbankinn hf.
  • PCC BakkiSilicon hf.
  • Costco Wholesale Iceland ehf.