Félög og fyrirtækjaráðgjöf

LEX hefur um langt árabil veitt einstaklingum og fyrirtækjum alhliða ráðgjöf á sviði fjármunaréttar og félagaréttar og hafa lögmenn LEX víðtæka reynslu af slíkri þjónustu.
LEX hefur byggt upp sterk tengsl við lögmannsstofur á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Eystrasaltsríkjunum og Bandaríkjunum. Þær geta veitt viðskiptavinum LEX ráðgjöf um rétt í viðkomandi landi í samvinnu við LEX. Einnig hefur LEX á síðustu árum veitt ráðgjöf við fjölda verkefna í samvinnu við nokkrar af stærstu lögmannsstofum Bretlands.

Meðal þeirrar þjónustu og ráðgjafar sem fyrirtækjasvið LEX veitir eru:

 • Ráðgjöf við stofnun félags, val á félagaformi og öll skjala- og samningagerð.
 • Gerð áreiðanleikakönnunar á félagi þar sem allur lagalegur grundvöllur og staða félags er kannaður.
 • Ráðgjöf við val á fjármögnun, hækkun og lækkun hlutafjár, lántöku með breytirétti og gerð skráningarlýsinga.
 • Ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu og uppbyggingu fyrirtækjasamstæðna.
 • Ráðgjöf vegna samruna og/eða yfirtöku félaga.
 • Skipting og slit félaga og breyting á félagaformi.
 • Kaup og sala fyrirtækja og fjárfesting í minni eða stærri eignarhlutum í fyrirtækjum.
 • Skráning á markað, gerð útgáfulýsinga og samskipti við kauphöll og eftirlitsaðila.
 • Breytingar á stjórnskipulagi og samþykktum félaga.
 • Hagsmunagæsla fyrir félög og/eða hluthafa.
 • Stjórnun hluthafafunda og aðalfunda.

Meðal verkefna sem fyrirtækjasvið hefur unnið að eru yfirtakan á Actavis og danska fasteignafélaginu Keops, kaup á hollenska bankanum NIBC, fjármögnun Glitnis, fjármögnun Eimskipa, hlutafjárútboð í Kaupþingi, kaup á fasteignum Magasin og Illum og fleiri fasteignum í Danmörku og yfirtaka Olíufélagsins, nú N1 .

Í verkefnum fyrirtækjasviðs kemur oft í ljós þörf fyrir þjónustu sérfræðinga á öðrum sérsviðum lögfræðinnar, t.d. í skattarétti, samkeppnisrétti eða auðkennarétti. LEX hefur á að skipa sérfræðingum á öllum þessum sviðum og getur því sett saman teymi öflugra lögmanna til að mæta allri ráðgjafarþörf hvers verkefnis fyrir sig.

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu