Fasteignir og önnur eignarréttindi

LEX sinnir fjölþættum verkefnum tengdum fasteignum og fasteignaréttindum, þ.m.t. mannvirkja- og skipulagsmálum, margvíslegum málum sem tengjast sérreglum um fasteignir utan þéttbýlis, auk alls kyns hagsmunagæslu vegna fasteignakaupa og eignarnáms fasteignaréttinda. Þá tekur LEX að sér verkefni á öðrum sviðum eignaréttar. Þar má nefna fjölþætt verkefni tengd stjórnskipulegri vernd eignaréttinda, t.d. stöðu kvóta í sjávarútvegi og landbúnaði, vernd atvinnuréttinda og eignarhalds í víðtækustu merkingu. Sem dæmi um tegundir þeirra verkefna sem þetta svið sinnir má nefna:

 • Hagsmunagæsla fyrir jarða- og landeigendur vegna eignarnáms í þágu vegagerðar og annarra opinberra framkvæmda.
 • Hagsmunagæsla fyrir fasteignaeigendur vegna skipulags á vegum skipulagsyfirvalda og framkvæmd þess (þ.m.t. eignarnám).
 • Gallamál og önnur ágreiningsefni sem upp koma í fasteignakaupum.
 • Landamerkjamál.
 • Ráðgjöf og úrlausn álitaefna sem upp koma við skiptingu fasteigna (jarða og lóða) utan þéttbýlis.
 • Alhliða hagsmunagæsla vegna lax- og silungsveiðiréttinda, álitaefna og ágreiningsmála sem upp koma vegna þeirra.
 • Alhliða þjónusta við rétthafa og eigendur jarðhita- og námuréttinda.
 • Mál vegna forkaupsréttar, kaupréttar og beitingar slíkra réttinda.
 • Alhliða þjónusta við eigendur og skipuleggjendur frístundahúsa.
 • Alhliða hagsmunagæsla fyrir eigendur fjöleignarhúsa og vegna nábýlisréttarlegra ágreiningsmála.
 • Hagsmunagæsla af ýmsum toga fyrir rétthafa eftirlaunaréttinda.
 • Hagsmunagæsla vegna umhverfismats og framkvæmdaleyfa vegna ýmissa framkvæmda.
 • Samningsgerð er tengist fasteignaréttindum.

Meðal nýlegra verkefna fagsviðsins má nefna ráðgjöf við ráðuneyti dómsmála og sjávar- og landbúnaðarmála vegna málareksturs eigenda sjávarjarða gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og vegna álits mannréttindanefndar SÞ á íslenska kvótakerfinu; hagsmunagæslu fyrir Kópavogsbæ vegna svonefndra Vatnsendamála; rekstur dómsmáls fyrir 50 veiðiréttarhafa við Miðfjarðará sem stefnt var til að þola ógildingu á arðskrá veiðifélagsins og hagsmunagæslu fyrir fjölda jarðeigenda í Nesjum í Hornafirði vegna nýs vegstæðis þjóðvegar 1 um Hornafjörð.

Með sérþekkingu á þessu sviði

Tengd svið

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu