Fréttir og greinar

16.8.2017

LEX ráðleggur NetApp við kaup á Greenqloud

NetApp hefur keypt íslenska skýlausnarfyrirtækið Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 og var fyrsta fyr­ir­tæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjón­ustu sem ein­göngu var rek­in á end­ur­nýj­an­legri orku. Greengloud hefur ennfremur þróað Qstack; sér­hannaða hug­búnaðarlausn sem get­ur á auðveld­an hátt stýrt skýja­lausn­um og tölvuþjón­um fyr­ir­tækja.

NetApp, Inc. var stofnað árið 1992 en hef­ur verið skráð sem Fortu­ne 500 fyr­ir­tæki frá ár­inu 2012, sem ger­ir það að einu stærsta fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna fimmta árið í röð. Höfuðstöðvar þess eru í Sunny­vale, Kali­forn­íu, en fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í geymslu­kerf­um og ut­an­um­haldi gagna­vera ásamt því að vera leiðandi og í mik­illi sókn þegar kem­ur að hybrid skýjaþjón­ustu.

LEX var lögfræðilegur ráðgjafi NetApp á þessum viðskiptum.

 

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunar.

Þann 3. desember s.l. var tilkynnt í Kauphöllinni í Singapore að fjögur íslensk útgerðarfélög hefðu náð samningum við Vard skipasmíðastöðina í Noregi um hönnun og smíði á 7 tog...

Sjá nánar

Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Huldu Árna­dótt­ur héraðsdóms­lög­mann og eiganda á LEX formann fjöl­miðlanefnd­ar frá 20. októ­ber 2017. Hulda var áður vara­...

Sjá nánar

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu