Fréttir og greinar

21.3.2016

LEX lögmannstofa endurútgefur Leiðarvísi ferðaþjónustunnar

LEX lögmannstofa hefur endurútgefið Leiðarvísi ferðaþjónustunnar.  Árið 2014 gaf LEX lögmannstofa út Leiðarvísi ferðaþjónustunnar en í ritinu er fjallað um þau lög og reglur sem varða starfsemi ferðaþjónustu fyrirtækja og ferðaþjónustunnar á Íslandi.

Útgáfa ritsins vakti strax mikla athygli, enda ferðaþjónustan sú atvinnugrein á Íslandi sem er í örustum vexti.  Þó svo að skammt sé liðið frá útgáfu, þá hefur heilmikið átt sér stað í laga- og regluumhverfi ferðaþjónustunnar frá útgáfu Leiðarvísisins.  LEX lögmannstofa hefur því endurútgefið Leiðarvísinn á netinu og má finna nýja útgáfu hans á vefslóðinni http://www.lex.is/files/pdf/log-78381-leidarvisir-ferdathjonustunnar.pdf/

Umsjón með ritinu hefur að vanda Hæstaréttarlögmaðurinn Helgi Jóhannesson, en vandfundinn er sá lögmaður á Íslandi sem hefur breiðari eða dýpri þekkingu á málefnum ferðaþjónustunnar.

 

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunar.

Þann 3. desember s.l. var tilkynnt í Kauphöllinni í Singapore að fjögur íslensk útgerðarfélög hefðu náð samningum við Vard skipasmíðastöðina í Noregi um hönnun og smíði á 7 tog...

Sjá nánar

Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Huldu Árna­dótt­ur héraðsdóms­lög­mann og eiganda á LEX formann fjöl­miðlanefnd­ar frá 20. októ­ber 2017. Hulda var áður vara­...

Sjá nánar

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu