Fréttir og greinar

27.4.2016

Heiðrún Lind Marteinsdóttir fjallar um heimildir Samkeppniseftirlitsins

Þann 26. apríl s.l. fór fram sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum.

Á meðal frummælanda var Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl. og eigandi á LEX sem fjallaði  heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar á mörkuðum án þess að fyrirtæki hafi gerst brotleg við bannákvæði samkeppnislaga. Heiðrún bar saman heimild eftirlitsins við heimildir samkeppnisyfirvalda nokkurra annarra ríkja. Þegar nefnd heimild Samkeppniseftirlitsins var leidd í lög vék löggjafinn m.a. að því að sambærileg ákvæði mætti finna í löggjöf Noregs, Bretlands og Bandaríkjanna. Heiðrún benti hins vegar á að við nánari skoðun væri ljóst að löggjöf þessara ríkja væri ekki sambærileg óljósum og rúmum heimildum íslenskra samkeppnisyfirvalda. Í erindi hennar kom einnig fram að  beiting hinnar íslensku heimildar þeirra gæti farið gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. 

Aðrir frummælendur á fundinum voru Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Að loknum erindum fóru fram pallborðsumræður undir stjórn Hrundar Rúdolfsdóttur, forstjóra Veritas, þar sem Daði már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ingunn Agnes Kro hdl., lögfræðingur Skeljungs, tóku þátt ásamt frummælendum.

 

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunar.

Þann 3. desember s.l. var tilkynnt í Kauphöllinni í Singapore að fjögur íslensk útgerðarfélög hefðu náð samningum við Vard skipasmíðastöðina í Noregi um hönnun og smíði á 7 tog...

Sjá nánar

Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Huldu Árna­dótt­ur héraðsdóms­lög­mann og eiganda á LEX formann fjöl­miðlanefnd­ar frá 20. októ­ber 2017. Hulda var áður vara­...

Sjá nánar

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu