Fréttir og greinar

29.5.2017

Garðar Valdimarsson gengur til liðs við LEX

Garðar Valdimarsson hefur gengið til liðs við LEX og mun þar sinna skattaráðgjöf til viðskiptavina LEX.  Garðar sem er einn af helstu skattasérfræðingum landsins hefur í gegnum tíðina starfað á sviði skattamála eftir að hafa lokið prófi í endurskoðun og lögfræði hér heima og framhaldsnámi í skattarétti við Kaupmannahafnarháskóla árið 1976.

Hann var skipaður skattrannsóknarstjóri það sama ár og síðan ríkisskattstjóri frá 1986 auk þess að hann var formaður samninganefndar um tvísköttum á árunum 1995 til 1998. Þá átti hann sæti í nefndum og starfshópum vegna upptöku staðgreiðslu og virðisaukaskatts hér á landi. Garðar átti sæti í úrskurðarnefnd um ákvarðanir fjármálaeftirlitsins meðan hún starfaði.

Garðar varð hæstaréttarlögmaður árið 1999 og starfaði í lögmennsku í samstarfi við aðra til ársins 2008 þegar hann gerðist meðeigandi í Deloitte. 

Garðar kenndi um tíma skattarétt við Háskóla Íslands og hefur skrifað nokkrar fræðigreinar á sviði skattaréttar.

 

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunar.

Þann 3. desember s.l. var tilkynnt í Kauphöllinni í Singapore að fjögur íslensk útgerðarfélög hefðu náð samningum við Vard skipasmíðastöðina í Noregi um hönnun og smíði á 7 tog...

Sjá nánar

Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Huldu Árna­dótt­ur héraðsdóms­lög­mann og eiganda á LEX formann fjöl­miðlanefnd­ar frá 20. októ­ber 2017. Hulda var áður vara­...

Sjá nánar

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu