Fréttir og greinar

1.2.2016

EFTA-dómstóllinn dæmir Ferskum kjötvörum í vil

Í dag, 1. febrúar 2016, var kveðinn upp dómur EFTA-dómstólsins í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu.  Arnar Þór Stefánsson hrl. lögmaður á LEX flutti málið f.h. Ferskra kjötvara.

Málavextir eru þeir að í febrúar 2014 fluttu Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands, með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfið var veitt, meðal annars með því skilyrði að kjötið yrði geymt við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Ferskar kjötvörur mótmæltu þessu skilyrði, án árangurs. Kjötinu var því fargað. Í málinu sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur krefjast Ferskar kjötvörur þess að íslenska ríkinu verði gert að endurgreiða þeim útgjöldin. Í tengslum við þann málarekstur ákvað héraðsdómur að beina nokkrum spurningum til EFTA-dómstólsins varðandi það hvort veiting innflutningsleyfa samkvæmt framangreindu kerfi fái samrýmst samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum).

Í niðurstöðum EFTA-dómstólsins kemur eftirfarandi fram:

Gildissvið EES-samningsins, eins og það er markað í 8. gr. hans, leiðir ekki til þess að EES-ríki hafi frjálsar hendur um setningu reglna um innflutning hrárrar kjötvöru, þar sem svigrúm þess getur takmarkast af ákvæðum sem tekin hafa verið upp í viðauka EES samningsins.

Það samrýmist ekki ákvæðum tilskipunar 89/662/EBE að ríki, sem aðild á að EES-samningnum, setji reglur, þar sem þess er krafist, að innflytjandi hrárrar kjötvöru sæki um sérstakt leyfi áður en varan er flutt inn, og áskilji að lagt sé fram vottorð um að kjötið hafi verið geymt frosið í tiltekinn tíma fyrir tollafgreiðslu.

Dóm EFTA-dómstólsins í heild sinni má finna á http://www.eftacourt.int/uploads/tx_nvcases/17_15_Judgment_IS.pdf

 

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunar.

Þann 3. desember s.l. var tilkynnt í Kauphöllinni í Singapore að fjögur íslensk útgerðarfélög hefðu náð samningum við Vard skipasmíðastöðina í Noregi um hönnun og smíði á 7 tog...

Sjá nánar

Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Huldu Árna­dótt­ur héraðsdóms­lög­mann og eiganda á LEX formann fjöl­miðlanefnd­ar frá 20. októ­ber 2017. Hulda var áður vara­...

Sjá nánar

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu