Fréttir og greinar

18.11.2016

Dómur fellur Ferskum kjötvörum í vil

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað þann 18. nóvember s.l. upp dóm í máli Ferskra kjötvara ehf. gegn íslenska ríkinu.  Í stuttu máli voru helstu málavextir þeir að fyrirtækið Ferskar kjötvörur, dótturfélag Haga hf., flutti inn 83 kíló af nautalundum.  Íslenska ríkið synjaði Ferskum kjötvörum um heimild til þess að flytja inn framangreinda vöru nema fyrir lægi vottorð um að varan hefði verið fryst í 30 daga. Ferskar kjötvörur voru ósáttar við þá kröfu og báru málið undir dómstóla í formi skaðabótamáls.  Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að um samningsbrot gagnvart EES-samningnum væri að ræða og að Ísland hefði ekki fullnægt skuldbindingum sínum gagnvart honum.  Var íslenska ríkið því dæmt skaðabótaskylt og var í því efni meðal annars stuðst við ráðgefandi álit EFTA dómstólsins.

Arnar Þór Stefánsson hrl. og eigandi á LEX flutti mál þetta f.h. Ferskra kjötvara.

 

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunar.

Þann 3. desember s.l. var tilkynnt í Kauphöllinni í Singapore að fjögur íslensk útgerðarfélög hefðu náð samningum við Vard skipasmíðastöðina í Noregi um hönnun og smíði á 7 tog...

Sjá nánar

Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Huldu Árna­dótt­ur héraðsdóms­lög­mann og eiganda á LEX formann fjöl­miðlanefnd­ar frá 20. októ­ber 2017. Hulda var áður vara­...

Sjá nánar

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu