LEX lögmannsstofa

LEX er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi sem sinnir þörfum viðskiptavina sinna á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Með heiðarleika, trúnað og fagmennsku að leiðarljósi hefur LEX fest sig í sessi sem ein af virtustu og traustustu lögfræðistofum landsins. Starfsemi LEX er skipt í fagsvið þar sem fjöldi sérfræðinga á öllum meginsviðum lögfræðinnar tryggir viðskiptavinum LEX lögmannsstofu þjónustu í hæsta gæðaflokki. Málflutningur bæði fyrir héraðsdómum og Hæstarétti Íslands hefur ávallt verið stór þáttur í starfsemi LEX enda hefur lögmönnum LEX verið falið að flytja mörg af vandasömustu dómsmálum landsins undanfarna áratugi. Sérfræðingar í málflutningi starfa á öllum fagsviðum LEX.

LEX er aðili að World Services Group (WSG) og Energy Law Group (ELG) og getur með þeim hætti tryggt viðskiptavinum sínum þjónustu í öllum heimshlutum eftir því sem við á með hagkvæmum hætti.

FRÉTTIR OG GREINAR

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunar.

Þann 3. desember s.l. var tilkynnt í Kauphöllinni í Singapore að fjögur íslensk útgerðarfélög hefðu náð samnin...

Sjá nánar

Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Huldu Árna­dótt­ur héraðsdóms­lög­mann og eiganda á LEX form...

Sjá nánar
image description
Gildi LEX lögmannsstofu, Heiðarleiki, Trúnaður, Fagmennska byggja á því grundvallarviðhorfi að áratugi þurfi til þess að skapa sér gott orðspor en einungis augnablik að glata því. Lögmenn LEX nálgast verkefni sín með þessi gildi að leiðarljósi.

STARFSSVIÐ

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur bæði fyrir héraðsdómstólum og Hæstarétti Íslands á öllum fagsviðum LEX.

Leiðarvísir ferðaþjónustunnar

Lög og reglur sem varða starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustu á íslandi.

Smelltu hér til að sækja bæklinginn

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu